5 húðumhirðu ráð fyrir stráka með fituga húð


5 húðumhirðu ráð fyrir stráka með fituga húð

Herravörur - 5 húðumhirðu ráð fyrir stráka með fituga húð

Að hafa fituga húð er ekki endilega slæmt. Það er bara raunveruleiki.

Allt í lagi, þannig að þú ert kannski með glansandi húð sem er viðkvæm fyrir bólum. Þú getur líka hugsað þetta þannig að þú sért með slétta húð sem er aldrei þurr og svo fundið snjallar leiðir til að takast á við það sem truflar þig og ná að líta sem best út.

Það er hellingur jákvætt við þetta. Til dæmis hafa strákar með fituga húð líka tilhneigingu til að hafa þykkari húð sem helst betur gegn öldruninni. Á meðan strákarnir með þurra og viðkvæma húð glíma við djúpar hrukkur og mislitaða aldursbletti þá muntu þú en vera að sýna unglega trínið þitt.

Að líta sem best út snýst um jafnvægi. Þú verður að hugsa vel um fitugu húðina þína svo hún fari ekki úr böndunum og hafi áhrif á útlit þitt. En þú má heldur ekki ofgera það - húðin þín þarf raka og olíu til að haldast heilbrigð.

Til að ná því jafnvægi skaltu nota þessar 5 húðvörur fyrir stráka með feita húð.

1 - Notaðu andlitshreinsi sem ætlað er fyrir feita húð karlmanna.

Ekki eru allir andlitshreinsar hannaðir eins. Ekki grípa einhverja gamla sápu og gera ráð fyrir að hún skili besta mögulega árangrinum. Andlitshreinsir sem er hannaður fyrir húð- og húðumhirðuþarfir karla með fituga húð er það sem þú vilt.

Vertu skynsamur og slepptu sterku sápunum. Fituga húðin þín þarf mildan andlitsþvott sem kemur í veg fyrir unglingabólur og uppbyggingu frekari fitu án þess að fjarlægja alveg mikilvægar olíur húðarinnar. Hver er munurinn á sterku efnunum og þeim góðu?

  • Flestar sápur eru gerðar með sterkum hreinsiefnum. Sameindir þeirra bindast við fituna og óhreinindi og festa þær í vatninu. Þegar þú skolar andlitið þá fer fitan með.

  • Vandamálið er að sterkar sápur grípa ekki bara umframfituna sem stíflar svitaholurnar þínar. Þær losa upp náttúrulegu olíuna úr húðinni þinni og skilja þig eftir með þessa þurru og þéttu tilfinningu. Jú, þú ert laus við olíuna. En það er ekki gott.

Herravörur - Andlitshreinsir fyrir fituga húð karlmanna

Andlitshreinsir fyrir karla með fituga húð ætti að vera hannaður öðruvísi - og Clarifying Gel Face Wash frá Brickell er það. Innihaldsefnin eru minna árásargjörn og skilja húðina eftir bæði hreina og raka - hreinsiefni sem byggir á aloe, geranium og kókos. Notaðu það tvisvar á dag (á hverjum morgni og kvöldi) - til að ná sem bestum árangri.

2 - Skrúbbaðu reglulega.

Andlitshreinsir fjarlægir olíu, óhreinindi og annan óþvera af ysta lagi húðarinnar. En það er ekki alveg nóg. Skrúbbur fyrir andlitið kemst dýpra. Hann skrúbbar bakteríur, olíuuppsöfnun og annað drasl upp úr svitaholunum þínum. Og hann fjarlægir ytra lagið af dauðum húðfrumum sem stuðlar að daufu yfirbragði og hugsanlegum lýtum.

Strákar með fituga húð hafa líka tilhneigingu til að vera viðkvæmir fyrir unglingabólum og að nota andlitsskrúbb hjálpar með bæði vandamálin. Skrúbburinn dregur úr olíu svo húð þín heldur réttu jafnvægi - Leyfðu húðinni að halda raka með náttúrulegum olíum án þess að leyfa þeim að verða of þykkar og glansandi.

Herravörur - Renewing Face Scrub frá Brickell

Ef þú ert með feita húð og vilt fá sem mestan ávinning af húðhreinsunarrútínuni þinni skaltu nota Renewing Face Scrub annan hvern dag. Ef þú tekur eftir einhverri húðertingu á þurrari hlutum andlitsins skaltu forðast að skrúbba það svæði. Einbeittu þér fyrst og fremst að því að skrúbba T-svæðið þitt - ennið og nefið - og aðra feita bletti.

 

3 - Minnka olíu og glansinn með toner.

Andlitsvatn (Toner) ætti að vera mikilvægur hluti af húðumhirðu þinni ef þú ert með feita húð. Hvað er það og hvernig virkar þetta?

Andlitsvatn dregur úr olíuuppsöfnun, dregur úr útliti svitahola og dregur úr bólgum. Þetta er eins og fljótleg endurstilling fyrir feita húð sem bæði dregur úr olíu og frískar upp á húðina.

Vertu varkár þegar þú velur andlitsvatn. Mörg þeirra innihalda alkóhól og önnur sterk efni sem skilja húðina eftir þurra og pirraða. Í staðinn skaltu velja náttúrulegt andlitsvatn fyrir karlmenn - eins og Balancing Toner frá Brickell- með witch hazel, gúrku og piparmyntu. Þannig færðu jákvæðar niðurstöður án hugsanlegra neikvæðra áhrifa.

Herravörur - Balancing Toner frá Brickell

Andlitsvatn er áhrifaríkast þegar það er notað á morgnana sem hluti af húðumhirðu þinni. Berið það á eftir andlitsþvott en áður en þú setur á þig rakakrem fyrir andlitið. Þú getur líka notað það á daginn ef húðin er að verða fitug.

4 - Djúphreinsaðu svitaholurnar með maska.

Önnur snjöll og áhrifarík leið til að stjórna fitugri húð er með andlitsmaska. Notaðu hann tvisvar í viku til að djúphreinsa svitaholurnar þínar, fjarlægja fituga drullu og bakteríur sem geta valdið unglingabólum og koma húðinni í rétt ástand.

Það eru margir mismunandi maskar þarna úti, allir kynntir af þessari eða hinni ástæðunni. En hvað er best fyrir stráka með feita húð?

Purifying Charcoal Face Mask frá Brickell notar háþróaða en samt náttúrulega formúlu til að ná sem bestum árangri. Innihaldsefni hans eru virk kol, kaólínleir, MSM, E-vítamín, DMAE og hýalúrónsýra.

Herravörur - Purifying Charcoal Face Mask frá Brickell

Saman draga þessi innihaldsefni á varlegan og áhrifaríkan hátt bakteríur, óhreinindi, umfram olíu og annað rusl út úr svitaholunum þínum. En þar sem maskinn frá Brickell er líka stútfullur af rakagefandi innihaldsefnum þarftu ekki að hafa áhyggjur af því að hann ofþurrki húðina þína.

 

5 - Ekki sleppa rakakreminu.

Ættir þú að forðast andlits rakakrem vegna þess að þú ert með fituga húð?

Alls ekki.

Þú ættir að gæta þess að velja vöru sem mun virka á húðina þína. En andlitið þitt þarf samt réttan raka ef þú vilt líta sem best út.

Karlmenn með feita húð þurfa létt andlits rakakrem sem er olíulaust og gengur hratt inn í húðina. Þannig fær húðin rakaávinninginn án þess að umfram olía sitji ofan á henni.

Herravörur - Daily Essential Face Moisturizer frá Brickell

Daily Essential Andlitsrakakremið frá Brickell passar vell fyrir þig. Það er búið til úr náttúrulegum innihaldsefnum þar á meðal hýalúrónsýru og grænu tei, þornar fljótt og skilur húðina ekki eftir glansandi eða fituga.

Bónus: Farðu rólega.

Of margir strákar ofbjóða fitugu húðinni sinni. Þeir halda að því meira sem þeir þvo andlitið, því betra. Eða að ef þeir skrúbba tvisvar á dag í staðinn fyrir annan hvern dag, ná þeir betri árangri.

Strákar, slakið á. Fituga húðin þín mun ekki bregðast vel við of mikilli húðumhirðu. Mjúk snerting er það sem þú vilt.

  • Ekki þvo andlitið oftar en tvisvar á dag. Það er allt sem þú þarft til að stjórna olíu.

  • Ef þú ert alltaf að þvo andlit þitt gæti húðin brugðist við með því að framleiða enn meiri olíu. Það setur allt úr skorðum og skilur þig eftir með niðurstöðunu andstætt það sem þú vildir.

Að jafnaði, sama hvaða tegund af húð þú ert með, vertu blíður við hana. Farðu vel með húðina þína. Og stjórnaðu olíu og gljáa með því að fylgja ráðunum hér að ofan. Þú munt vera fær um að koma í veg fyrir húðvandamál og líta sem best út á hverjum degi.


Skilja eftir athugasemd


Vinsamlegast athugið að athugasemdir fara í gegnum samþykktarferli áður en þær birtast á síðunni.