Hvernig húð ertu með?
Til að geta hugsað almennilega um húðina þarftu fyrst að átta þig á hvernig húðin þín er. Aðeins þá getur þú valið réttar húðvörur sem eru hannaðar sérstaklega fyrir þig.
Hljómar það kannski óþarflega flókið? Kannski ertu að hugsa, "ég kann alveg að þvo á mér andlitið. Það er alveg nóg."
En því miður er það ekki alveg rétt og hér er afhverju:
Ímyndaðu þér að það þurfi að skipta um dekk á bíl, miðlungs stórum fólksbíl. Þú átt nú þegar ný dekk heima. Þetta eru vönduð dekk sem fá mjög góða dóma. En... þau eru heavy duty jeppadekk sem eru hönnuð fyrir meiri þyngd til að draga eftirvagna. Myndir þú samt nota þau á bílinn? Vonandi ekki.
Það sama á við um húðina þína. Í stað þess að setja saman handahófskennda húðrútínu sem skila allt í lagi árangri, ættir þú að velja vörur út frá því hvernig húðin þín er. Það mun koma í veg fyrir pirring yfir að vörurnar sem þú valdir virki ekki nægilega vel. Hættu að eyða peningum í vörur sem þú þarft ekki og fáðu sýnilega betri árangur með réttu vörunum.
Í þessum ítarlegu leiðbeiningum um húðtýpur karlmanna finnur þú helling af hjálplegum upplýsingum ásamt ráðleggingum um réttu vörurnar. Notaðu ráðin fyrir þína húðtýpu til að setja saman persónulega og árangursríka rútínu fyrir þig.
Að skilja venjulega húð
Hvernig þekkir þú venjulega húð?
Hvað er venjulegt? flöt,"basic",óspennandi. Kannski ert þú að hugsar það. En þegar kemur að húð týpu þá er venjulegt frábært.
Venjuleg húð er ekki of fitug, ekki of þurr. Hún er bara... fullkomin!
Ef þú ert með venjulega húð, þá framleiðir húðin nægilega mikla náttúrulega olíu til að halda húðinni rakri án þess að húðin verði of fitug eða glansandi. Húðin er teygjanleg og stinn án þess að þú finnur spennu eða þurrk. Tónninn á húðinni er jafn og bjartur. Þó svo það gætu verið að myndast ein eða tvær hrukkur, þá er náttúrulegur teygjanleiki húðarinnar nægilega mikill til að draga úr sýnileika aldurs.
Hvernig á að huga að venjulegri húð?
Hér eru helstu mistökin sem karlmenn með venjulega húð gera. Þeir halda að hægt sé að nota hvaða vörur sem er og að niðurstaðan verði falleg húð og þægileg tilfinning. Því miður er raunin ekki þannig.
Venjuleg húð er náttúrulega í jafnvægi. Með hæfilegan raka án þess að verða of fitug. En það getur breyst hratt út frá þvi sem húðin þarf að þola eða upplifa yfir daginn. Sól, sviti, vindur, þurrt loft og óhreinindi hafa áhrif á þig. Ef þú verður latur og hugsar ekki um húðina þá geta þessir þættir leitt til útbrota, pirrings, ójafns húðlitar og skemmda á húðinni.
Ekki taka húðinni sem sjálfsögðum hlut. Þú þarft kannski ekki á flókinni húðrútínu að halda, en snjöll og einföld rútína er samt mikilvæg.
Þannig var Daily Advanced Facecare Routine frá Brickell hönnuð. Hún kemur með þremur vörum og hér koma leiðbeiningar um hvernig þú notar þær til að fá sem bestan árangur:
Clarifying Gel Face Wash - Notaðu þetta 2x á dag á hverjum morgni og hverju kvöldi. Meira en það er óþarfi. Þessi ljúfi andlitshreinsir fjarlægir í burtu óhreinindi, umfram fitu og annan óþarfa sem getur stíflað svitaholurnar.
Renewing Face Scrub - Tvisvar til þrisvar sinnum í viku er gott að skrúbba húðina til að fjarlægja dauðar húðfrumur, lífga upp á húðina og koma í veg fyrir útbrot og bólur. Þetta er líka frábært skref til að undirbúa fyrir rakstur og hjálpar til við að koma í veg fyrir erting eftir raksturinn og inngróin hár.
Daily Essential Face Moisturizer - kláraðu svo dæmið með þessum létta og olíulausa rakakremi. Það heldur húðinni rakri dag sem nótt og kemur í veg fyrir umfram fitu og verndar þig gegn þurrki.
Að skilja fituga húð
Hvernig þekkjum við fituga húð?
Þessi tegund húðar er þekkt fyrir að framleiða of mikla fitu eða olíu. Náttúrulegar olíur líkamans valda glansandi og fitugri áferð á húðinni. Þetta getur líka valdið því að þú færð útbrot og bólur þar sem óhreinindi og bakteríur geta blandast við þessar fitur og stíflað svitaholurnar.
Fitug húð eins og aðrar húðgerðir eru svona af erfðafræðilegum ástæðum. Þetta byggir ekki á hvað þú borðar eða þínum persónulegu venjum. Og þú getur ekki notað hugaraflið til að húðin framleiði minni fitu. Í staðinn þarftu að skilja hvað liggur þarna að baki og bregðast rétt við.
Húðin þín gefur frá sér á náttúrulegan máta fitu út um allan líkamann og á hársverðinum. Þetta myndar verndarlag á húðinni til að verja hana fyrir áreiti. En út frá þinni persónulegu erfðafræðilegu uppbyggingu gæti hún búið yfir meira magni af fitu hormónum. Niðurstaðan er sú að húðinn gefur þá frá sér meiri fitu en karlmenn með þurra eða venjulega húð.
Góðu fréttirnar eru að fitug húð er alls ekki slæm. Þú þarft bara að nálgast umhirðu húðarinnar á máta sem tæklar þína húðtýpu. Í stað þess að velja sápur, hreinsa og rakakrem á handahófskenndan máta, þá getur þú fylgt þessum leiðbeiningum sem eru hannaðar fyrir þig:
Hvernig á að huga að fitugri húð
Fitug húð er almennt sterkari. Hún er oftast ekki eins viðkvæm eða ertingargjörn eins og viðvæma húðin er. Þannig þú þarft ekki að hafa áhyggjur af því að upplifa óþægindi og erting eða að hún sýni önnur viðbrögð þegar þú notar húðvörur.
Aðal málið fyrir þig er að stýra magninu af fitu á húðinni. Ef þú reynir að fjarlægja hana alla með sterkum efnum þá mun líkaminn bregðast harkalega við því og framleiða en meiri fitu. Þú þarft að ná jafnvægi og nota skynsama leið til að hugsa um húðina sem ýttir ekki undir vandamálið sem þú ert að reyna leysa.
Byrjaðu á einfaldri húðrútínu
Líkt og með karlmenn með venjulega húð þá þurfa karlmenn með feita húð einfalda rútínu sem innhheldur andlitshreinsi, andlitsskrúbb og rakakrem.
Daily Advanced Facecare Routine frá Brickell er hönnuð með þig í huga.
Clarifying Gel Face Wash - Notaðu þetta 2x á dag á hverjum morgni og hverju kvöldi. Meira en það er óþarfi. Þessi ljúfi andlitshreinsir fjarlægir í burtu óhreinindi, umfram fitu og annan óþarfa áður en þetta stíflar svitaholurnar.
Renewing Face Scrub - Annan hvern dag er gott að skrúbba húðina til að fjarlægja dauðar húðfrumur, lífga upp á húðina og koma í veg fyrir útbrot og bólur. Þetta er líka frábært skref til að undirbúa rakstur og hjálpar til við að koma í veg fyrir erting eftir raksturinn og inngróin hár.
Daily Essential Face Moisturizer - kláraðu svo dæmið með þessum létta og olíulausa rakakremi. Það heldur húðinni rakri dag sem nótt og kemur í veg fyrir umfram fitu og verndar þig gegn þurrki.
Bættu í rútínuna vörum sem draga úr framleiðslu fitu
Toner
Ein besta leiðin til að koma í veg fyrir glansandi og fituga húð er að nota toner. Hann dregur úr fitu og eykur virknina á hinum húðvörunum sem þú notar og tryggir matt yfirbragð.
Balancing Toner er án alkóhóls og dregur úr olíu með witch hazel í stað harðgerðra og þurrkandi efna. Hann inniheldur líka eimaðan gúrkusafa, piparmyntu og aloe vera þannig hann er bæði rakagefandi og róandi. Þessi hráefni draga úr bólgum og sýnileika svitahola.
Þú spreyjar bara nokkrum sinnum á andlitið eftir að þú hefur þvegið það en áður en þú berð á þig rakakrem. Þú getur einnig notað bómular bolta eða púða ef þú kýst það frekar.
Andlits maski
Karlmenn með fitugahúð geta dregið verulega úr framleiðslu fitu og djúphreinsað svitaholurnar með andlitsmaksa. Brickell hannaði Purifying Charcoal Face Mask til að draga í sig umfram fitu og bakteríur djúpt úr stífluðum svitaholum með virkum kolum og Kaolin leir. En það mun ekki skilja þig eftir með viðkvæma eða uppþurkkaða húð því formúlan inniheldur líka hyaluronic sýru og Aloa vera.
Þú þarft aðeins að bera á þig andlits maska einu sinni til tvisvar sinnum í viku til að fá fullann ávinning af þessu. Þetta er öflugt tól í húðumhirðu verkfærunum þínum þannig ekki ofnota þetta. Eftir að þú hefur borðið þetta á þig skaltu leyfa þessu að þorna í 10-15 mínótur og svo skola þetta af með heitu vatni.
Auðveld leið til að bæta þessu inn í rútínuna þína er að setja þetta á þig rétt áður en þú hoppar í sturtuna. Slakaðu á í nokkrar mínótur og hoppaðu svo í sturtuna til að skola þetta af þér og upplifa frískandi og endurnærða húðina.
Líkams skrúbbur
Fitug húð er á fleiri stöðun en á andlitinu þannig þér gæti fundist gott að skrúbba þau svæði líka til að hjálpa þér að líta betur út og líða betur. Polishing Body Scrub frá Brickeller hannað akkurat fyrir þetta. Í staðinn fyrir plastgerðar smákúlur eða harðra agna þá notar þetta valhnetu púður, hafrastrá, glycolic sýru og willow börk til að brjóta niður dauðar húðfrumur á áhrifaríkan máta og skila þér mjúkri og hreinni húð.
Skilja þurra húð
Hvernig þekkjum við þurra húð
Þurr, flagnandi, klæjandi. Þetta eru ekki orð sem flestir karlmenn vilja tengja við húðina á sér. En ef þú ert með þurra húð þá er erfitt að forðast þessi algengu vandamál.
Þurr húð er viss tegund húðar. Þetta er genetískt og varanlegt.
Þurr húð vikar stíf eða strekt. Það vantar náttúrulegu teygjuna sem er í venjulegri eða feitri húðtýpum. Því miður er hún einnig líklegri til að sýna fyrr ummerki öldrunar. Það er vegna þess að henni vantar náttúrulegu olíurnar sem hjálpa til við að koma í veg fyrir myndun fínna lína og hrukkumyndunar.
Aðal einkenni þurrar húðar er minnkuð framleiðsla á náttúrulegum fitu olíum húðarinnar. Þú þarft að nota húðvörur sem bæta upp fyrir þessa takmörkuðu virkni líkamans og þannig halda réttum raka í húðinni.
Hvernig getur þú verið viss um að þú sért með þurra húð? Ein auðveld leið er að skoða hvort þú sért með þurra húð út um allann líkamann, Andliti, höndum, fótum og hársverði. Þar sem þurr húð er genetískt þá er algegnt að fólk með þessa tegund af húð sem með þurra húð á mörgum stöðum. Ef þú finnur aðeins fyrir þurrki á einangruðu svæði þá er líklegra að húðin sé ofþorrnuð.
Þurr húð er ekki það sama og ofþornuð húð
Ofþornuð húð er tímabundið ástand húðarinnar. Það gerist þegar húðinni vantar vatn eða raka og getur gerst af mörgum bæði innri og ytri umhverfis þáttum.
Til dæmis, nokkrar af algengum ástæðum ofþornunar húðarinnar eru:
- Of mikill tími í sólinni
- Slæmt matarræði
- Ekki drukkið nægilegt vatn
- Þurrar veður aðstæður
- Notkun á röngum húðvörum fyrir þína húð
- Áfengi og koffín neysla
Húðin þín getur ofþornað óháð húðtegund. Þannig jafnvel fólk með mjög fituga húð kann að upplifa tilfallandi ofþornun annað slagið. Besta ráðið til að tækla þetta er með því að bera á sig rakakrem sem endurheimtir rakabirgðir húðarinnar og kemur jafnvægi aftur á húðina.
Hvernig á að meðhöndla þurra húð
Inn í sturtu
Heildræn nálgun til að meðhöndla þurra húð byrjar í sturtunni. Karlmenn með þurra húð þurfa að forðast allt sem dregur raka úr húðinni. Því miður gera margir karlmenn með þurra húð mistök í sturtunnni. Hér eru leiðir til að forðast þau:
Notaður volgt vatn - Heit vatn (sérstaklega í löngum lúxus sturtum) er mjög slæmt fyrir karlmenn með þurra húð. Það fjarlægir í burtu yrsta verndarlag húðarinnar og skilur eftir þurrkaða húð án mikilvægra fitu sem hún þarf til að halda jafnvægi.
Velja rakagefandi líkams hreinsi - Hreinsiefnið í flestum sápum er hræðilegt fyrir þurra húð. Það fjarlægir í burtu óhreinindi og fitu en gerir það með "slash and burn" aðferð sem skilur húðina eftir ofþurrkaða og strípaða af öllum náttúrulegum raka.
Mildari líkamshreinsir sem inniheldur rakagefandi hráefni eins og glycerin, jojoba og aloe vera sem þú finnur til dæmis í Invigorating Body wash frá Brickell skilar húðinni hreinni en kemur í veg fyrir óþarfa þurrkun og pirring.
Þurrka húðina mjúklega - Að nudda húðina harkalega strax eftir sturtuna er ekki gott fyrir þurra húð. Vertu mjúkhentur! Klappaðu húðinni með hreinu handlæðinu til að koma í veg fyrir þessa stífu og flagnandi tilfinningu eftir sturtuna.
Kláraðu dæmið með Body lotion rakakrem - Ef þú ert með þurra húð þá upplifir þú það allstaðar. Læstu rakann inni og komdu í veg fyrir flösu, þurra bletti og klæjandi pirring með því að bera á þig body lotion rakakrem strax eftir sturtuna. Lítið dugar langt - Þú þarft aðeins að bera létt á þig til að halda húðinni vel útlítandi og í þægilegu formi.
En og aftur, hráefnin skipta máli. Þess vegna er Deep Moisture Body Lotion frá Brickell gert með E vítamíni, shea butter og jojoba. Saman hjálpa þau til við að endurheimta rakann og næra þurra húðina til að skila þér hámarks árangri.
Andlits umhirða fyrir karlmenn með þurra húð
Þú ættir alltaf að byrja andlitsrútínu með því að þvo andlitið. En ef þú ert með þurra húð þá þarftu að forðast sterkar sápur. Fylgdu þessu svo eftir með andlits rakakremi sem býr til verndarlag yfir húðina sem heldur rakanum inni og slæmum efnum úti.
Frábæra Daily Essential Face Care Routine frá Brickell býður karlmönnum með þurra húð upp á hnitmiðaða og virka nálgun. Hún kemur með tveimur vörum:
Purifying Charcoal Face Wash - Sem notar oliviu olíu og virk kol til að hreinsa án ertings. Jojoba og aloa vera endurheimta svo rakann í húðinn og ýtta undir sterkara verndarlag húðarinnar.
Daily Essential Face Moisturizer - Gert með hyaluronic sýru og grænu te til að hámarka rakann og vernda gegn ummerkjum öldrunar sem oft er mjög sýnileg hjá karlmönnum með þurra húð
Örvaðu rakann með Hyaluronic sýru
Fyrir karlmenn með mjög þurra húð þá er hyaluronic sýran mikilvægt hráefni. Þessi gel-lega sameind heldur yfir 1.000 sinnum þyngd sinni af vatni sem gerir hana að hinnum fullkomna rakagjafa. Jafnvel þó þú notir vörur sem innihalda þetta hráefni þá er ekki vitlaust að bæta viðbótar skammti af Hyaluronic Acid Skincare Booster frá Brickell við rútínuna til að bæta mikið þurra húð.
Bættu nokkrum dropum við rakakremið eða berðu þetta beint á húðina áður en þú berð á þig rakakremið. Lítið dugar langar leiðir og þú munt sjá verulega bætingu í raka eftir notkun.
Skilja viðkvæma húð
Hvernig þekkjum við viðkvæma húð
Erfitt getur verið að eiga við viðkvæma húð. Hún ertist auðveldlega. Hún verður rauð, þér klæjar og svíður. Versti hlutinn? Þetta er ekki allt svona því þú missbauðst henni einhvernveginn. Hún er óútreiknanleg og bregst illa við næstum því öllu - meðal annars sólarljósi, vatni og flestum húðvörum. Miðað við næmi húðarinnar þinnar þá gætur þú upplifað pirring út frá veðrinu, heimilisvörum, stressi, matarræði eða hitabreytinga.
Því miður þá er andlitið sá staður sem líklegastur er til að sýna ummerki viðkæmrar húðar. Það þýðir samt ekki að þú finnir þetta ekki út um allann líkamann. En andlitið fær á sig mesta áreiti frá umhverfinu, sólinni, rakvélinni og þess háttar. Þannig þar finnur þú líklega mest fyrir óþægilegum roða og pirring sem er mjög algengur í viðkæmri húð.
Húðskemmdir og næmni húðarinnar leiða einnig fyrr til fínna lína og hrukku myndunar. Þannig ef þú vilt forðast algeng ummerki öldrunar þá þarftu að útbúa þér skynsamlega húðrútínu.
Hvernig á að meðhöndla viðkvæma húð.
Dekraðu við viðkvæmu húðina þína. Farðu mjúklega um hana og forðastu erting eins og heitan eldinn. Mörg af húðráðunum fyrir karlmenn með þurra húð virka einnig fyrir karlmenn með viðkvæma húð.
Þessi einfalda húðrútína fyrir viðkvæma húð getur hjálpað þér að viðhalda heilbrigðri og bjartri húð án neikvæðu viðbragðana sem þú ert að vonast til að vera laus við:
Þvoðu þér bæði á morgnana og kvöldinn. Alveg eins og með þurra húð þá mælum við með Purifying Charcoal Face Wash frá Brickell. Það er blandað með olivíu olíu, virkum kolum og aloa vera til að hreinsa húðina en án ertandi efna. Það leyfir húðinni að halda heilbrigðum náttúrulegum fitum í stað þess að fjarlægja þær líkt og margar sápur gera.
Notaðu rakakrem strax á eftir. Viðkvæm húð þarf á sterku verndarlagi að halda til að koma í veg fyrir utanaðkomandi áreiti sem veldur erting. Rakakrem hjálpar til við þetta og sérstaklega fitulausa Daily Essential Face Moisturizer frá Brickell sem gengur hratt inn í húðina.
Skynsamleg raksturs ráð fyrir viðkvæma húð
Karlmönnum með viðkvæma húð kvíður oft fyirr því að raka sig. Það er ekki auðvelt fyrir húðina og getur skilið eftir sig alskonar roða, ójöfnur, sviða og kláða. Til að koma í veg fyrir þetta þvoðu þá andlitið og skolaðu með volgu vatni(ekki heitu) áður en þú rakar þig. Ef húðin þolir það fylgdu því þá eftir með andlits skrúbb sem hjálpar þér að fá þéttari og mýkri rakstur án þess að tosa og draga.
Hér koma nokkur atvinnumanna ráð sem gætu breytt öllu fyrir þig: Notaðu raksturs olíu. Blanda af náttúrulegum olíum eins og í Hybrid Glide Shave Oil mun mynda sleipt yfirborð á húðinni. Það gefur rakvélinni tækifæri á að renna betur eftir húðinni án átaks og um leið verndar húðina fyrir ertingi. Fyrir aukna vernd og sleipleika þá er gott að bæta við umferð af Smooth Brushless Shave Cream yfir rakstursolíuna. Leyfðu þeim báðum að liggja á húðinni í u.þ.b. mínótu áður en þú byrjar að raka þig til að fá sem bestan árangur.
Þegar þú rakar þig þá skaltu skola rakvélina eftir hverja stoku og skipta reglulega um rakvélarblað. Rakvélar með mörgum rakvélarblöðum geta verið bakteríu gróðrastía sem leiðir til ertings.
Jafnvel ef þér liggur á þá skaltu aldrei sleppa róandi aftershave. Fljót umferð af því mun hjápa þér að koma í veg fyrir roða, kláða og ójöfnur. Vertu viss um að þetta sé fitulaus vara eins og Instant Relief Aftershave frá Brickell. Alkóhól strekkir á, þurrkar upp og ertir húðina þannig þú skalt forðast slíka hluti ef þú ert með viðkvæma húð.
Að skilja blandaða húð
Hvernig þekkjum við blandaða húð
Væri það ekki frábært ef allt passaði þægilega í þekkta flokka? Því miður er lífið flóknara en það. Það á líka við húðina þína.
Mörgum karlmönnum finnst húðin þeirra ekki vera alveg þurr eða alveg feit. Hún er einhvern veginn.... bæði. Ef sum svæði á andlitinu virðast vera of fitug á meðan önnur svæði eru þurr og flagnandi þá ertu líklega með blandaða húð.
Flestir karlmenn með blandaða húð eru með þurrar kinnar en með umfram fitu á T-svæðinu (T-svæðið inniheldur ennið og nef). Út af þessu þarftu að sérsníða þína nálgun á húðumhirðunni þannig þú endir ekki með of þurra húð eða of mikla fitu á T-svæðinu.
Hvernig þú meðhöndlar blandaða húð
Þar sem húðin þín er blanda af þurri, feitri og venjulegri húð þarf nálgunin þín að vera breytileg og hnitmiðuð. Aftur komum við að þriggja skrefa daglegu rútínunni Daily Advanced Face Care Routine sem mun gera gæfu muninn fyrir húðina þína.
Hreinsa- Notaðu andlitshreinsinn tvisvar á dag. Einu sinni á morgnanna og einu sinni á kvöldinn. Þar sem sum svæði á húðinni gætu verið þurr eða viðkvæm er best að nota vörur með náttúrulegum ilmgjöfum eða lyktarlausar og ertingarlausar formúlur.
Skrúbba - Þar sem blönduð húð er oftast aðeins feit í kringum T-svæðið þá er best að nota skrúbbinn aðeins á þessum svæðum til að fá sem bestan árangur
Gefa raka - Óháð húðtegund þá mun andlits rakakrem hjálpa þér að viðhalda heilbrigðu jafnvægi af raka í húðinni. Daily Essential Face Moisturizer frá Brickell er laus við fitu og er hannaður til að virka með blandaðri húð án þess að valda ertingi í húðinni.
Náðu stjórn á fitusöfnun á vandræða svæðum
Sumar af sömu vörunum og við mælum með fyrir feita húð eins og Balancing Toner getur þú notað á þessi vandræða svæði til að hjálpa þinni blönduðu húð. Í stað þess að spreyja toner yfir allt andlitið þá skaltu spreyja nokkrum sinnum á bómullar púða. Svo skaltu fara yfir þau svæði sem húðin er fitugust. Þetta mun gefa þér rétta jafnvægið án þess að erta þurru svæðin.
Skilja aldraða húð
Öldrun. Þetta er staðreynd lífsíns. Og þó það að verða eldri færi okkur fullt af ávinning, skemmtilegum upplifunum og visku, sterkari fjölskyldu tengslum, langvarandi viðskiptasigrum þá langar flestum karlmönnum að hægja á öllu ferlinu.
Þetta er ekki nýtt. Mennirnir hafa verið að reyna að stoppa öldrun í mörg hundruð ár. Nútíma húðsúkdómsaðferðir hafa gert það auðveldara en nokkrum sinnum fyrr að snúið við myndun á hrukkum, fínum línum og ójöfnum húðtón.
En þarftu virkilega að eyða mörg hundruðu þúsund krónum í sársaukafullar aðgerðir bara til að bæta aldraða húðina?
Nei. Þú getur frekar horft á húðina fyrir það sem hún er... húðtegund. Þú sérsníðir svo nálgunina þína á húðumhirðunni eins og með hverja aðra húðtegund. Það þýðir að með því að velja vandlega þær vörur sem henta þinni húð og aðlaga nálgunina út frá þínum sérstöku þörfum.
Hvernig skal meðhöndla aldraða húð
Byrjaðu á því að halda þig við Daily Advanced Face Care Routine sem þú hefur vonandi verið að nota í langan tíma. Það þýðir að þvo þér og gefa húðinni raka tvisvar sinnum á dag og skrúbba á 2-3 daga fresti.
Byggjum svo upp þessa einföldu rútínu með anti-aging meðferð til að meðhöndla þínar þarfir og koma í veg fyrir frekari ummerki öldrunar. Með því að byggja upp morgunn og kvöld rútínur færðu bestan árangur. Hérna eru tvo dæmi um rútínur og hvers vegna það er best að skipta þeim niður á milli morguns og kvölds.
Morgunn Anti-Aging Rútína
Léttar og þægilegar vörur sem ganga hratt inn í húðina eru bestar á morgnanna. Þær hjálpa til við að halda rakastiginu í húðinni og halda henni mjúkri og í top standi án þess að vera of yfirþyrmandi.
Prófaðu þessa 3 skrefa anti-aging rútínu um morguninn til að hámarka rakann, viðhalda björtum og unglegum tóni yfir húðinni og sletta út hrukkur og fínar línur.
1 - Reviving Day Serum - Þunn, óblönduð vara sem gengur hratt djúpt inn í húðina til að auka kollagen framleiðsluna og tryggir hámarks raka.
2 - Resurfacing Anti-Aging Cream - Létt og þægilegt morgunn krem sem nýtir sér C vítamín og borage olíu til að endurheimta mjúkleikan og litatón húðarinnar. Það gerir þetta allt án þess að vega niður húðina eða skilja eftir sig fitugar leyfar.
3 - Restoring Eye Cream - Hjá flestum karlmönnum er svæðið í kringum augun fyrsta svæðið þar sem sem öldrun húðarinnar verður sýnileg. Stoppaðu ferlið með því að slátta út fínar línur og bólgur undir augunum með þessu frábæra augnkremi semer gert með koffíni og kollagen aukandi peptíðum.
Kvöld Anti-Aging Rútína
Húðin fer í gegnum náttúrulegt endurheimtunar ferli meðan þú sefur. Með réttum anti-aging vörum getur þú stutt við og aukið virkni þess. Prófaðu þessa kvöldrútínu að vakna en ferskari og með mýkri húð á hverjum degi.
1 - Repairing Night Serum - Þetta öfluga serum sem er gert með C vítamíni og plöntu stofnfrumum styður við anti-aging ferlið þitt. Það endurheimtir stinnleika húðarinnar og um leið dregur úr bólgum sem ýtta undir sýnileika öldrunar.
2 - Restoring Eye Serum Treatment - Með því að halda viðkvæmu húðinni í kringum augun bjartri, slettri og bólgulausri ferðu lang leiðina með að slást við öldrunar ferlið. Áður en þú ferð að sofa berðu þá þetta öfluga serum með C vítamíni og hyaluronisc sýrum til að vakna með færri fínar línur og stinnari húð.
3 - Revitalizing Anti-Aging Cream - Berðu þetta krem yfir serumin til að læsa inni þann ávinning sem þau veita og tryggja að húðin haldist rök yfir nóttina og útrýmda húðlita vandamálum með reglulegri notkun.
Endurheimting unglegrar húðar er ferli. Þú fékkst ekki hrukkur á einni nóttu og þú nærð ekki að fjarlægja þær svo hratt heldur. En með að vera samkvæmur og þolinmóður getur þú bætt húðina og fengið unglegra og ferskara yfirbragð með hverjum degi