Þurrt, kalt vetrarveður er ekki gott fyrir húðina. Það versnar ef þú ert náttúrulega með þurra eða viðkvæma húð - vegna þess að þessar húðgerðir eru líklegri til að þorna upp í kuldanum.
Þurr húð er einnig líklegri til að mynda hrukkur og fínar línur. Það er vegna þess að húðin þarf að hafa nóg af raka til að geta haldið andlitinu unglegu og fersku.
En hvernig nærðu að halda rakanum þegar hitastigið fer að lækkandi og rakastigið úti er í kringum 0% og það er ekkert að sjá til vors næstu mánuði?
Engar áhyggjur. Notaðu bara þessar vetrarhúðvörur því að húðin þín á skilið smá vernd frá Kuldabola.
Hvers vegna þurrkar kalda loftið húðina
Líkaminn þinn framleiðir náttúrulega olíu (kallað fitu) til að vernda húðina og læsa inni rakann. En yfir vetrartímann reynir kalda og þurra loftið á húðina og getur valdið henni verulegu rakatapi. Þú ferð að finna fyrir kláða og almennum óþægindum ásamt því að húðin getur farið að springa.
Það er ekki bara húðin þín. Varirnar þínar líka (og þunn, viðkvæm húð þeirra) eru sérstaklega viðkvæmar fyrir köldu veðri. Svo raka-gjafaleikurinn þinn verður að vera öflugur til að varir þínar verði þorrni ekki upp og verði sprungnar, klofnar eða skemmdar.
Notaðu mildan andlitshreinsi
Hefðbundnar sápur innihalda sterk hreinsiefni sem losa rakann úr húðinni þinni. Það þýðir að þær eru aldrei góður kostur - en á veturna er enn mikilvægara að skipta yfir í betri valkost.
Notaðu mildan andlitshreinsi fyrir karlmenn eins og Purifying Charcoal Face Wash. Hann hreinsar húðina án þess að fjarlægja náttúrulegar olíur og raka. Innihaldsefni eins og ólífuolía, virk kol og tetréolía munu gera þig hreinan og ferskan án þess að ofþurrka.
Og ekki hafa áhyggjur af því að vinna upp mikla froðu. Mjúkir andlitsþvottar freyða kannski alls ekki, en það þýðir ekki að þeir virki ekki. Það er bara afleiðing af húðvænni formúlunum þeirra. Þú getur skoðað þennan hreinsir hérna
Færðu leik þinn gegn öldrun á næsta stig
Öldrunarferlið fer á fullt þegar þú ert með þurra húð. Ekki láta kalda vetrarloftið hraða öldrunarferli húðarinar meira en venjulega.
Á hverju kvöldi áður en þú ferð að sofa skaltu bera á þig öldrunarhúðkrem. Revitalizing Anti-Aging Cream frá Brickell státar af náttúrulegri formúlu með innihaldsefnum eins og hýalúrónsýru og MSM (metýlsúlfónýlmetan) sem hámarkar rakagjafa kremsins.
Með því að nota öldrunarkremið þitt fyrir svefn kemst það djúpt inn í húðina yfir nótt. Það vinnur með náttúrulegum endurnýjunarferlum líkamans til að draga úr hrukkum, fínum línum og aldursblettum.
Nota rakakrem á hverjum morgni
Þú þværð á þér andlit á hverjum morgni áður en þú ferð út, ekki satt? (Við vonum það svo sannarlega.)
En ekki láta húðumhirðurútínuna vera bara einn einfaldur þvotturi - bættu hana með góðu andlitsserumi og rakakremi.
Eftir þvott skaltu bera á þig dag-andlitsserum sem ætlað er að auka kollagenframleiðslu og gefa raka djúpt í húðvefina.
Þegar serumið þitt hefur gengið inn í húðina skaltu bera á andlitsrakakremið. Þetta ætti að vera dagleg venja allt árið um kring, en það er en mikilvægara á veturna.
Húðin þín mun elska djúpa rakagjöfina sem Reviving Day Serumið frá Brickell veitir. Fylgdu þessu eftir með Daily Essential Face Moisturizer til að læsa raka allan daginn með jojoba olíu.
Veitu góðan raka á fleira en andlitið
Jú, þú vilt auðvitað að andlitið þitt líti 100% út allan veturinn. En ekki hunsa aðra parta sem geta orðið þurrir, flagnaðir og valdið kláða og óþægindum á köldum tímabilum.
Varir. Notaðu náttúrulega varasalva daglega til að vernda viðkvæmar varir þínar fyrir erfiðu veðri. Vegna þess að skemmdar og sprungnar varir valda þér óþægindum og skemma lúkkið mikið.
Hendur. Rétt eins og varirnar þínar geta hendurnar þornað upp og orðið sprungnar og óþægilegar í kuldanum. Notaðu rakagefandi handáburð allan daginn til að halda höndum þínum mjúklum, þéttum og öruggum fyrir veðrinu.
Líkami. Húðin verður þurr. Alls staðar. Meðhöndlaðu hana og komdu í veg fyrir þurrkinn með rakagefandi líkamskrakakremi. Til að ná sem bestum árangri skaltu nota það eftir að þú hefur þurrkað þér eftir sturtu. Það kemur í veg fyrir of mikið rakatap sem stafar af því að eyða of miklum tíma undir heita vatninu. (Volg sturta er best fyrir húðina - sérstaklega ef þú ert með þurra eða viðkvæma húð.)
Njóttu vetrarins og líttu sem best út
Ekkert á móti vetri, þetta er fallegt og skemmtilegt tímabil. En veðrið er erfitt fyrir húðina þína. Svo farðu í sókn - notaðu þessar ráðleggingar til að halda rakanum í húðinni og koma í veg fyrir þurrk, kláða, aðra algenga ertingu.
Skilja eftir athugasemd